What
 • World News Campaign
 • Idea Campaign
 • Rant Campaign
 • Problem Campaign
 • Article Campaign
 • Question Campaign
 • Solution Campaign
 • Job Campaign
Where

Lausaganga fjárs – barn síns tíma.

Ég vill ekki sauðfé á mínu landi og ég tel að það eitt og sér sé næg ástæða fyrir því að þannig megi ég hafa það án þess að þurfa að girða af mitt land með miklum kostnaði, sumum finnst það frekja mér finnst það almenn réttindi.
Mín skoðun er sú að sá sem á féð sé ábyrgur fyrir því og að lög um lausagöngu fjárs séu barn síns tíma.

Á meðan lausaganga er leyfð finnst mér hæpið að tala um sjálfbæra nýtingu lands þegar það er augljóst að féð fer þangað sem það vill meðan ekki er passað upp á það. Þessi lög firra eiganda fjársins allri ábyrgð og sú ábyrgð og kostnaður sem henni fylgir er settur yfir á einhvern annan með því að krefja þá sem ekki vilja beit að girða sig af, ég held að allir hlutlausir aðilar sjái að það er engin sanngirni í þessu.

Ein af rökunum fyrir því að þetta sé svona er sú “að svona hafi þetta alltaf verið”.
og sauðfé hafi gengið frjáls um Ísland frá 874, eða eins og slagorð íslenska lambakjötsins er “rooming free since 874”.

Þá er svarið við þeirri fullyrðinu, “nei svona hefur þetta ekki alltaf verið”.

í Grágás lagasafni landnámsmanna voru sektir við því að reka fá á annara manna land, allt frá 5 aura sekt til lífstíðar útskúfunnar úr samfélaginu.

Á 13. öld var Jónsbók lögtekin á Íslandi og þar segir m.a. “að bæta eigi fyrir beit á landi sem er lögfest eign annarra”. Þessi lög eru ennþá í gildi í dag.

Það var svo ekki fyrr en á 19. öld þegar markaðir opnuðust fyrir ull og síðar sauði í Skotlandi að hin fornu ákvæði um að virða land annara fara að gleymast og svo er það upp úr miðri síðust öld sem varsla búfjárs fer að bregðast verulega.

Hér áður fyrir fylgdu smalar fé í haga og héldu því á ákveðnum svæðum, en sauðfé var ekki bara nýtt fyrir kjöt heldur var það líka mjólkað en til að mjólka það þurfti að reka það heim, en þetta lagðist af 1951 en það ár er einmitt talað um síðasta smalann.

Því miður er það svo að þegar aðilar vilja nýta land sitt í eitthvað annað en beit og gagnrýna lausafjárgöngu fjárs er taktíkin allof oft sú að pakka í vörn, fara í manninn og saka þetta fólk um að vilja bændum allt hið versta, að þeir einstaklingar sem svona tali vilji leggja niður íslenskan sauðfjárbúskap, þetta séu hobbý landeigendur sem vilji bara planta niður nokkrum plöntudruslum o.s.frv. Svona tal dæmir sig sjálft.

Það er gott og blessað að tala um samvinnu og lausnir eins og formaður sauðfjárbænda gerði í fréttum, en slíkt má ekki fela í sér að fólki þurfi að halda friðinn með því að segja og gera ekki neitt og viðhalda þannig óbreyttu ástandi. Bændur þurfa að sýna meiri samstarfsvilja og leggja sig fram við að finna lausnir sem virka og framfylgja þeim. Að beita á land sem Landgræðslan telur ekki beitarhæft, að keyra fé milli svæða á land sem menn vilta mæta vel að er ekki velkomið er einfaldlega ekki dæmi um samvinnu og lausnir.

Það eru einfaldlega breyttir tímar og bændur þurfa að breytast með, þessi lög eru úrelt og eru lög sett af bændasamfélagi. Breytingum geta fylgt tækifæri þó þær vissulega geti verið sársaukafullar. Þeir sem eru hluti af lausninni en ekki hluti af vandanum farnast yfirleitt betur.

Í öllum þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við er almenna reglan sú að sá sem á féð ber ábyrgð á því. Ég trúi því að núverandi lögum um lausafjárgöngu verð breytt að ekki svo löngum tíma liðnum.

Hér má svo sjá myndband af landi Óseyrar sem ég tók fyrir stuttu, ég tel að á þessu landi sem og öðru land í þessu ásigkomulagi eigi fé einfaldlega ekki heima.
* Lag við myndband, Ísland er land þitt.
Notað með góðfúslegu leyfi höfundar Magnúsar Þórs Sigmundssonar.

Features

Additional Details

   Q Hefur þetta ekki alltaf verið svona?

   Svarið við þeirri spurningu er nei.
   Í Grágás lagasafni landnámsmanna voru sektir við því að reka fá á annara manna land, allt frá 5 aura sekt til lífstíðar útskúfunnar úr samfélaginu.

   Á 13. öld var Jónsbók lögtekin á Íslandi og þar segir m.a. “að bæta eigi fyrir beit á landi sem er lögfest eign annarra”. Þessi lög eru ennþá í gildi í dag.

   Það var svo ekki fyrr en á 19. öld þegar markaðir opnuðust fyrir ull og síðar sauði í Skotlandi að hin fornu ákvæði um að virða land annara fara að gleymast og svo er það upp úr miðri síðust öld sem varsla búfjárs fer að bregðast verulega.

   Hér áður fyrir fylgdu smalar fé í haga og héldu því á ákveðnum svæðum, en sauðfé var ekki bara nýtt fyrir kjöt heldur var það líka mjólkað en til að mjólka það þurfti að reka það heim, en þetta lagðist af 1951 en það ár er einmitt talað um síðasta smalann.

   Q Vissir þú að?

   Sauðfé er beitt á um 25 þúsund ferkílómetra land sem er í slæmu ásigkomulagi, gróður lítill sem enginn og landrof mikið.

   Rate us and Write a Review

   Relevance to me

   Importance to me

   Global impact

   Willingness to help

   Browse

   We recommended your review commentary should be at least 140 characters long

   Your request has been submitted successfully.

   Project

   Breytum lögum um lausagöngu fjárs

   Article Campaign

   • Type: Closed
   • Start: 07-10-2019
   • End: 31-12-2021
   Running
   Show all timings
   • Monday09:00 AM - 05:00 PM
   • Tuesday09:00 AM - 05:00 PM
   • Wednesday09:00 AM - 05:00 PM
   • Thursday09:00 AM - 05:00 PM
   • Friday09:00 AM - 05:00 PM