What
 • World News Campaign
 • Idea Campaign
 • Rant Campaign
 • Problem Campaign
 • Article Campaign
 • Question Campaign
 • Solution Campaign
 • Job Campaign
Where

Matvælaöryggi

Það er mikið talað um að tryggja verði matvælaöryggi og ekki síst núna á tímum Covid19 þar sem flug heimsins liggur svo gott sem niðri. Við erum eyja og það segir sig sjálft að það er hættulegt fyrir okkur að lokast af og við verðum að geta verið sem mest sjálfbær ef á þarf að halda.

Við verðum að passa upp á innlenda framleiðslu, en það gengur ekki að svona ástand sé nýtt til að ýta undir framleiðslu sem ekki er nauðsynleg eða sjálfbær.Það gengur ekki að ausa opinberu fé í hvaða innlendu framleiðslu sem er, bara af því að hrópað er “matvælaöryggi”.

Að tryggja matvælaöryggi verður að þýða að verið sé að fullnægja raunverulegri vöntun, og að auka t.d. sauðfjárækt fellur að mínu viti ekki undir það að tryggja matvælaöryggi. í dag er framleitt um 9000 tonn af kindakjöti árlega, heimamarkaðurinn tekur um 6000 tonn og 3000 tonn eru flutt út á niðurgreiddum verðum. Meðal skrokkur vegur um 16 kg og þá er offramleiðsla sem nemur um 187.500 lömbum á ári.

Ef við höfum áhyggjur af matvælaöryggi þá er leiðin ekki sú að auka framleiðslu á matvælum sem ekki er eftirspurn eftir, heldur mikið frekar að matvælum sem er vöntun á og vitað er að leysa vandann best.

Lausnin

Lausnin á Íslandi getur ekki verið neitt öðrvísi en á heimsvísu. Á jörðinn búa um 7,8 miljarður manns, til að fæða allan þennan fjölda og tryggja matvælaöryggi hefur verið sínt fram á með óyggjandi hætti að besta leiðin til þess sé að framleiða meira af grænmeti og draga úr kjötneyslu.

Það er ekki bara að það sé hægt að metta fleirri með grænmeti heldur en kjöti þar sem það þarf 4,5 kg af plöntupóteini til að búa til 450g af kjöti. Heldur þegar allt framleiðslu- og flutningskerfi á hvorri framleiðslu fyrir sig er tekið saman sést að það þarf mikið minna land, vatn og eldsneyti til að rækta grænmeti. Það er þannig að kjötætur nota 160x meira land, vatn og eldsneyti en gænmetisætur til að viðhalda sínum lífsstíl. * https://www.onegreenplanet.org/

Hér fyrir ofan er verið að vísa til framleiðslu nautkjöts og einhverjir munu segja að þetta eigi ekki við kindakjötsframleiðslu og það er ábyggilega rétt að það er ekki hægt að bera þessar tölur nákvæmlega saman en þær gefa ansi góða vísbendinu.

Varðandi framleiðlsu á kindakjöti þá gaf Environice* út skýrslu fyrir þrjár tegundir matvæla; íslenskt lambakjöt, íslenskan eldislax og íslenskt grænmeti, þar sem kolefnisfótspor hvers um sig var skoðað út frá framleiðslu og flutningsferlinu. Niðurstaðan var þessi;

Heildarlosun CO2 frá sauðfjárrækt er um 291.400tonn á ári eða 28,6kg CO2-ígilda á hvert framleitt kíló, en losun vegna hvers kílós af tilbúinni afurð af grænmeti var frá 0,12 kg CO2-ígilda/kg fyrir kartöflur upp í 1,93 kg CO2-ígilda/kg fyrir tómata. * http://studentabladid.com/

Ég alls ekki að segja að allir eigi að gerast grænmetisætur, langt frá því en lausnin á að tryggja matvælaöryggi Íslendinga felst ekki í því að framleiða meira kjöt sem ekki er vöntun á heldur mikið frekar að kenna grunnskólakrökkum að rækta sitt eigið grænmeti, styrkja heimili landsins í að setja upp gróðurhús og kenna almenningi að rækta sitt eigið.

*Environice er fyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf um umhverfismál og sjálfbæra þróun. M.a. veitti fyrirtækið umhverfis- og auðlindaráðuneyti ríkisstjórnar Íslands ráðgjöf við gerð aðgerðaráætlunar um loftslagsmál sem kom út í fyrra.

Features

Additional Details

   Rate us and Write a Review

   Relevance to me

   Importance to me

   Global impact

   Willingness to help

   Browse

   We recommended your review commentary should be at least 140 characters long

   Your request has been submitted successfully.

   Project

   No Project Found