What
 • World News Campaign
 • Idea Campaign
 • Rant Campaign
 • Problem Campaign
 • Article Campaign
 • Question Campaign
 • Solution Campaign
 • Job Campaign
Where

Þegar allt fer úr skorðum

Samfélagið er svo gott sem á hliðinni og það eru fáir sem ekki finna með einhverjum hætti fyrir áhrifum veirunnar sem herjar á heiminn. Fyrirtæki, einstaklingar og stofnanir hafa þurft að gera ráðstafanir.

Vegna þessa ástands sér maður mikið meira fólki úti að labba, hlaupa eða hjóla, það er eins og fólk hafi áttað sig á því í meira mæli að líkamsrækt sé hægt að stunda utandyra.

Þegar allt fer úr skorðum er góður tími til að velta því fyrir sér hvað það er í okkar samfélagi sem virkar og hvað er ekki að virka. Þessi veira er ömurleg og afleiðingar hennar fyrir margt fólk verða skelfilegar. En lífið heldur áfram að þessu loknu og það væri algjör synd ef við nýtum ekki þennan tíma til að láta eitthvað gott koma út úr því.

Tíminn

Fjöldi fólks hefur nú meiri tíma, þar sem vinna liggur niðri að hluta eða að öllu leiti, og sumir vinna heima og hafa meira svigrúm en áður. Þá fer fólk að stunda sín áhugamál í auknum mæli eða finna sér ný. Byrjar að læra á gítar, ljósmyndun eða elda. Allt mögulegt sem við höfðum ekki tíma til á meðan samfélagið var á fullum afköstum.

Fjölskyldur eiga meiri tíma saman, núna eru allir mættir við matarborðið á sama tíma og börn og fullorðnir ræða málin. Það er enginn að hlaupa neitt, það er enginn kvöldfundur, íþróttaæfing eða annars konar samfélagshittingur. Það er meiri ró yfir hlutunum, jafnvel svo rólegt að fólk grípur í spil.

Börnin eru rólegri og hafa meiri tíma. Þau læra heima og finna sér eitthvað að gera. Venjulega eru langir vinnudagar hjá þeim svo foreldrarnir geti unnið sinn langa vinnudag. Fyrir eða eftir skóla eru íþróttir og það er alltaf verið að undirbúa sig fyrir það næsta, alveg langt fram á kvöld þannig að kvöldmaturinn verður margskiptur.

Þegar samfélagið eins og við höfum búið það til fer á hliðina þá sjáum við ýmislegt sem hefur breyst og sumt má alveg breytast.

Við sjáum ekki sömu örtröðina á götum borgarinnar á háannatímum, það eru engar biðraðir og enginn að skammast í Degi borgarstjóra fyrir að setja ekki meiri pening í breiðari götur og fleiri mislæg gatnamót.

Skólinn

Í framhaldi af þessu veltir maður fyrir sér hvort ekki sé hægt að spara gríðarlegar fjárhæðir í samgöngukerfum okkar, einfaldlega með því að skipuleggja hlutina betur, þannig að stór hópur fólks þurfi ekki að vera út á götunum á sama tíma heldur geti unnið að heima hluta úr degi eða nokkra daga í viku.

Í dag sjáum við gríðarlegan fjölda fólks vinna að heiman, það eru hundruðir Skype eða Teams fundir á netinu dag hvern. Þetta virkar og með æfingunni verður þetta betra.

Við höfum byggt upp skólakerfi á þann hátt að það er orðið barnapössun fyrir foreldra sem þurfa að vinna langan vinnudag.

Með þessu höfum við að sjálfsögðu lengt vinnudag barnanna okkar. Að vera í skóla allan daginn er þreytandi, alveg eins og það er þreytandi fyrir fullorðið fólk að vera í vinnunni allan daginn.

Maður veltir því fyrir sér hvort ekki væri hægt að þjappa náminu saman og stytta vinnudag barna, samhliða því að stytta vinnudag fullorðinna og leita leiða til að foreldar geti unnið meira heima og þannig gefið börnum meiri tíma til að anda.

Skólar okkar eru fullir af börnum sem eru í íþróttum. Sem betur fer er aðgengi að hvers kyns íþróttum mjög gott á Íslandi og stór hluti þeirra stundar skipulagðar íþróttir fjórum til fimm sinnum í viku. Ofan á þetta er hópur sem æfir sjálf annað eins í viku hverri. Með þetta í huga velti ég því fyrir mér af hverju þessir krakkar sem svo sannarlega stunda íþróttir með sínum íþróttafélögum þurfa að stunda íþróttir í skólanum?

Af hverju fá íþróttakrakkar ekki frí frá íþróttum í skólanum, eða að sá tími er notaður í endurheimt, afslöppun, teygjur, eða einfaldlega lengri svefn á morgnana? Íþróttakennsla í skólum fyrir íþróttakrakka gæti snúist meira um að kenna hvernig á að æfa íþróttir, mataræði, undirbúning og sálfræði í stað líkamlegra æfinga.

Með betra samtali milli skólans og íþróttafélaga ætti að vera auðvelt að ná utan um þetta, mæting er vel skráð hjá íþróttfélögum þannig það er ekki eins og íþróttakrakkarnir séu að skrópa.

Álagið eykst eftir því sem krakkarnir eldast. Því ætti að vera hægt að stilla stundaskrá elstu bekkjanna þannig að íþróttatímar væru fyrstu og síðustu tímar dagsins og þá gætu þessi krakkar einfaldlega sleppt hefðbundnum íþróttatímum í skólanum og um leið nýtist þessi tími vonandi betur þeim sem svo sannarlega þurfa á hreyfingunni að halda.

Mörg met

Íslendingar eiga mörg met sem við getum verið stolt af. Við höfum unnið stóra sigra á sviðum íþrótta, tónlistar, bókmennta og vísinda. En við eigum líka önnur met sem við getum ekki verið eins stolt af. Við erum sú þjóð sem borðar hvað mest af geðlyfjum, svefnlyfjum og verkjalyfjum. Börnin okkar hafa hvað flestar greiningar og taka barna mest af ofvirknislyfjum. Og maður veltir því fyrir sér hvort það séu ekki þessir löngu vinnudagar sem séu að fara illa með okkur?

Á Íslandi er svefluhagkerfi. Við erum annað hvort rík eða fátæk. Það er mjög sjaldan eitthvað þarna á milli. Við búum á landi hárra vaxta, hárra launa og mikillar vinnu til að hafa efni á öllu því sem hér er frekar dýrt.

Fæstir eiga mikið sparifé og stór hluti eigna er bundinn í skuldugu húsnæði sem ber háa vexti. Staðan er því þannig að flestir Íslendingar eru aðeins þrjá mánuði frá því að lenda í fjárhagslegum vandræðum, missi þeir vinnuna.

Svona aðstæður eru líklegar til að valda álagi og áhyggjum sem svo valda líkamlegum og andlegum kvillum.

Breytingar

Breytingar eru ekki alltaf auðveldar og kosta mikla vinnu. En ef það samfélag sem við höfum byggt upp er ekki það samfélag sem við viljum, þá eru kjörnar aðstæður núna til að rýna það og leita leiða til að breyta því til hins betra.

Það eru án efa margir að velta því fyrir sér hvernig samfélagið okkar er núna og hvernig það gæti orðið þegar þessu ástandi linnir. Inn á Ideas-Shared er lokaður verkefnahópur (e. Project group) sem fylgir þessari færslu. Ef þig langar að taka þátt settu þig þá í samband við mig og ég bæti þér inn í hópinn.

Ég hvet þig til að taka þátt í hugmyndavinnu fyrir betra samfélag.

Ívar Ingimarsson

ps. Með færslunni er áhugavert myndband (smella á video) um fimm apa sem er “kennd” hegðun, og að lokum vita þeir ekki einu sinni afhverju þeir gera það sem þeir gera.
Enilega kíkið á þetta.

Features

Additional Details

   Q Af hveru að breyta?

   Ef eitthvað virkar ekki þá er það undir okkur komið að breyta því. Það er yfirliett ekki þannig að það sé bara EIN RÉTT LEIÐ að góðum árangri heldur eru margar mismunandi leiðir sem geta skilað sömu eða betri niðurstöðu. Oft á tíðum gerum við hlutina eins afþví að "ÞANNIG HAFA ÞEIR ALLTAF VERIÐ" en við veltum minna fyrir okkur afhverju þeir urðu svona. Það getur verið erfitt að breyta og það krefst tíma og vinnu, eitthvað sem við höfum ekki mikið af. Því miður er það oft þannig að við þurfum hressilega áminningu um afhverju við þurfum að breyta, það geta verið veikndi eða óvæntar aðstæður sem neyða okkur til að endurhugsa stöðuna. Í dag er Covid19 veiran að herja á allan heiminn, ekkert er eins og það var, ekkert virkar eins og það virkaði og við neyðumst til að gera hlutina öðrvísi. Eins ömurleg og áhrif veirunnar eru, þá hafa líka skapast tækifæri fyrir okkur að láta eitthvað gott úr úr þessu koma. Hugsum málin og veltum fyrir okkur hvað það er sem við þurfum núna að gera öðrvís og hvort við getum ekki nýtt okkur það til hins betra til framtíðar.

   Rate us and Write a Review

   Relevance to me

   Importance to me

   Global impact

   Willingness to help

   Browse

   We recommended your review commentary should be at least 140 characters long

   Your request has been submitted successfully.

   Project

   Þegar allt fer úr skorðum - hvað gerum við þá?

   Idea Campaign

   • Type: Closed
   • Start: 27-03-2020
   • End: 20-08-2020
   Running
   • ££££
   • Price Range Svona hefur þetta alltaf verið - Svona getur þetta orðið.

   Claim This Listing