Haltu þakrennunum hreinum, og sparaðu pening
Vote To Influence Outcomes
You must be logged in to rate.
Listing Objective
Core Information
Húsfélög eru að borga hundruð þúsunda árlega fyrir það að láta þrífa þakrennur.
Fyrir ekki svo mörgum áratugum var Ísland svo gott sem trjálaust. Sem betur fer hefur það breyst og falleg myndaleg tré eru núna víða um borg og bæi.
Trjám fylgja laufblöð, og það hefur borið töluvert á því að það sé verið að fella myndarleg tré vegna þess að laufblöð þeirra falla nú ofan í þakrekknur fjölbýlishúsa, og það fylgir mikill kostnaður því að láta þrífa þetta.
Ég hef heyrt að það kostaði allt að 200-250.000 krónur að þrífa þakrennur fjölbýlishúsa. Lausin er því sú að láta fjarlægja trén.
En það eru lönd víða um heim sem hafa mikið lengri sögu um samvist manna, fjölbýlishúsa og trjá en við Íslendingar. Getum við ekki lært eitthvað af þeim.
Það eru til leiðir til að koma í veg fyrir að laufblöð og annar trjágróður festist í þakrennum, “Gutter Guards”. Þá eru grindum smellt í eða festar á þakrennunar og laufin komast ekki niður í þakrennuna.
Þetta kostar vissulega einhvern pening, en ef húsfélög eru farin að greiða hundruð þúsunda árlega fyrir að láta þrífa þakreknnur, og kostnaður við að fjarlægja stór tré er ekki heldur lítill myndi ég halda að þetta væri lausn sem myndi nýtast einhverjum.
Auk þess sem hún myndi bjarga mörgum fallegum trjám.